Við gerum enn betur - höfum hækkað grunnafsláttinn!

 

 

 

Í Afsláttarþrepi Orkunnar fá lyklahafar aukinn afslátt á Orkustöðvum með auknum viðskiptum. Keyptir lítrar í mánuðinum á bensínstöðvum Orkunnar, Skeljungs og X-stöðvum Orkunnar segja til um þann afslátt sem lyklahafi fær á Orkustöðvum mánuðinn eftir. Allt frá grunnafslætti upp í 8 kr. á lítrann. 2 kr. viðbótarafsláttur á Þinni stöð bætist við kjörin. Afsláttarkjör í Asláttarþrepi Orkunnar gilda ekki á X-stöðvum Orkunnar. 

Hækkum grunnafsláttinn!

Við höfum hækkað grunnafsláttinn í 5 kr. á Orkunni (áður 4 kr.) og Skeljungi (áður 3 kr.)  fyrir alla almenna kort og lykilhafa Orkunnar. Þú færð því 7 kr. afslátt á þinni stöð en getur vitaskuld hækkað þann afslátt í 10 kr. ef heildar eldsneytiskaup þín í hverjum mánuði fer yfir 150 lítra. Þú þarft ekki að hafa samband til að hækka afsláttarkjörin heldur uppfærast þau sjálfkrafa.

 

Hvaða afslátt færð þú?

Sláðu lítrafjölda síðasta mánaðar og sjáðu hvaða afslátt þú færð.

(Lítraverð miðast við kr.)

7 kr (5+2)

8 kr (6+2)

10 kr (8+2)

Innifallinn er 2 kr. viðbótarafsláttur á Þinni stöð

  

      Skráðu þig í afsláttarþrepin og veldu Þína stöð


 • Skráning: Handhafar korta/lykla frá Orkunni skrá sig sjálfir í Afsláttarþrep Orkunnar á þjónustuvefnum á www.orkan.is. Handhafar staðgreiðslukorta Skeljungs skrá sig á inni á þjónustuvefnum á www.skeljungur.is
 • Þín stöð: Afslættir af Þinni stöð bætast við afslætti í Afsláttarþrepum Orkunnar.
 • Kort/lyklar: Handhafar Staðgreiðslukorta Skeljungs, Orkulykla, Orkukorta, Orkufrelsis og Afsláttarkorta, sem tengd eru kennitölu geta skráð sig í Afsláttarþrep Orkunnar.
 • Fyrirtæki og einstaklingar. Afsláttarþrep Orkunnar gildir jafnt fyrir fyrirtæki og einstaklinga
 • Lítrafjöldi stýrir afsláttum: Rétt eins og afslættir geta hækkað með auknum fjölda keyptra lítra getur afsláttur lækkað með fækkun keyptra lítra. Afsláttur er endurreiknaður í upphafi hvers mánaðar.
 • Öll eldsneytisviðskipti: Lítrafjöldi allra korta/lykla sem skráð eru á kennitölu korthafa ákvarða þann afslátt sem öll kortin/lyklarnir gefa.
 • Lítrafjöldi í mánuði: Ekki skiptir máli hversu margir lítrar eru teknir í hvert skipti sem dælt er, það er heildarfjöldi lítra í mánuðinum sem ákvarðar afslættina.
 • Eldsneytiskaup á Skeljungs-stöðvum. Lítrar sem teknir eru á bensínstöðvum SKeljungs telja með til að ákvarða afsláttarþrepið. Afslættirnir fást hins vegar eingöngu hjá Orkunni. Viðskiptavinur sem skráir sig í Afsláttarþrep Orkunnar heldur þeim afsláttum sem hann var með hjá Skeljungs eftir að hann skráir sig í Afsláttarþrep Orkunnar. Afsláttarþrep Orkunnar hefur semsagt ekki áhrif á afsláttarkjörin á bensínstöðvum Skeljungs.
 • Skráning í fyrsta skipti: Í fyrsta skipti sem viðskiptavinur skráir sig: Þegar viðskiptavinur skráir sig í Afsláttarþrep Orkunnar í fyrsta skipti fer hann sjálfkrafa í afsláttarþrep 2 nema lítrafjöldi mánuðinn á undan hafi verið 150 lítrar eða meira. Þá fer hann í afsláttarþrep 3. Dæmi: ef núverandi viðskiptavinur sem hefur keypt 30 lítra á mánuði undanfarna mánuði skráir sig í Afsláttarþrep Orkunnar, fer hann sjálfkrafa í þrep 2. Ef hann heldur áfram að taka eingöngu 30 lítra á mánuði fellur hann niður í 1 þrep. Ef hann skráir sig úr kerfinu og inn aftur, fer hann inn á þeim kjörum sem lítrafjöldi mánuðarins á undan sagði til um.
 • Afslættir haldast út mánuðinn. Afslættirnir hækka ekki innan mánaðar heldur ákvarðar lítrafjöldi mánaðarins á undan hverjir afslættirnir verða allan næsta mánuð.
 • Samlagning afslátta: Afmælisafsláttur, Ofurdagsafsláttur og aðrir tilfallandi afslættir leggjast EKKI ofan á þann afslátt sem fæst úr Afsláttarþrepum Orkunnar. Eingöngu afsláttur á Þinni stöð bætist við afsláttinn í Afsláttarþrepum Orkunnar.
 • Eitt afsláttarkort. Eingöngu er hægt að skrá eitt Afsláttarkort (ótengt greiðslumiðli) á hverja kennitölu
 • Þrepaskipting: Skiptingin í Afsláttarþrep er nákvæmlega 0-49,99999 lítrar. 50-149,99999 lítrar og 150 lítrar og meira.
 • Afskráning: Viðskiptavinir geta alltaf skráð sig úr Afsláttarþrepum Orkunnar, kjósi hann að gera það og fær þá afsláttinn sem hann hafði áður