Afsláttarkort OrkunnarAfsláttarkortið er ótengt greiðslukorti. Það veitir afslátt hvort sem greitt er með debet- eða kreditkorti hjá Orkunni eða debet-, kreditkorti eða peningum á mönnuðum þjónustustöðvum Skeljungs. Ekki er hægt að greiða með afsláttarkorti á Orkan X bensínstöðvum þar sem einungis er í boði eitt fast verð fyrir alla.

Hvaða kjör veitir Afsláttarkortið?

  • 3 kr. afsláttur af  lítranum hjá Orkunni 
  • 4 kr. afsláttur af  lítranum á Skeljungs-stöðvum
  • Afsláttur hjá samstarfsaðilum
  • 20% afsláttur af gæðakaffi á Kaffibar
  • 15% afsláttur á Smurstöðvum Skeljungs við Skógarhlíð og á Laugavegi (afsláttur er bæði af vinnu og vöru)
  • 15% af smurolíu, tjöruhreinsi og frostlegi
  • 15% af rúðuvökva í lausu og öllum brúsastærðum
  • 15-20% afsláttur hjá samstarfsaðilum okkar (Nesdekk, Pitstopp, Stilling og Bílabúð Benna) 
    sjá nánar um samstarfsaðila

 

Hvernig er Afsláttarkortið notað?

Þegar greitt er í verslun (10-11)

1) Ýtið á „Greiðið inni“ á dælu
2) Dælið eldsneytinu
3) Áður en greitt er inni, er kortið lagt upp að skynjara.
4) Við það að leggja kortið upp að skynjara lækkar verðið
5) Greitt er fyrir með peningum, debet eða kredit.

Greitt í sjálfsala (Skeljungur eða hjá Orkunni)

1) Korti er stungið í sjálfsala. "Afsláttur samþykktur" birtist á skjánum.
2) Debet eða kreditkorti er stungið í sjálfsala.
3) Dælubyssa tekin út
4) Þegar byssan er tekin út sést fyrst hið lækkaða verð. Ekki fyrr.
5) Hægt að fá kvittun á dælu en ekki í tölvupósti.

Sæktu um Afsláttarkortið hér