Þú getur valið að ráðstafa 5 kr. af afslættinum þínum í kolefnisjöfnun í samstarfi við Votlendissjóð, vertu með nýttu orkuna til góðra verka.
Skráðu Orkulykilinn eða kortið þitt og byrjaðu strax að kolefnisjafna aksturinn. Þú getur sótt um nýtt kort hér í valmyndinni uppi í hægra horninu.
Að skráningu lokinni verður 5 kr. afslætti af hverjum lítra ráðstafað í kolefnisjöfnun í hvert skipti. Umframafsláttur fer í þinn vasa.
Orkan skilar framlagi þínu til Votlendissjóðsins sem nýtir fjármunina til endurheimtar votlendis. Þannig drögum við samstundis verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Með því að stunda kolefnisjöfnun hjá Orkunni leggur þú þitt lóð á vogar- skálarnar í baráttunni gegn þeirri miklu vá sem stafar af hlýnun jarðar.
Orkan og Votlendissjóðurinn hafa undirritað samning um kolefnisjöfnun alls reksturs Orkunnar. Undir reksturinn fellur allur akstur og flugferðir innan starfseminnar, notkun á vatni, hita og rafmagni ásamt meðhöndlun sorps. Með því axlar Orkan samfélagslega ábyrgð og vinnur um leið markvisst að því að minnka kolefnissporin.
Orkan rekur sannkallaða fjölorkustöðvar þar sem á mörgum stöðvum hefur verið bætt við hleðslustöðvum frá ON auk þess að á Vesturlandsvegi er eina vetnisstöð landsins staðsett.
Með kolefnisjöfnun og auknu framboði á endurnýtanlegum orkugjöfum stuðlar Orkan að bættri umhverfismenningu og minnkun kolefnisfótspora í takt við breyttar áherslur á heimsvísu.
Tækifærin til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda eru veruleg. Með því að fylla aftur upp í skurði sem hafa lokið hlutverki sínu endurheimtum við votlendið. Það er áhrifarík, einföld og ódýr leið sem skilar strax árangri. Votlendissjóðurinn er milliliður eigenda framræsts lands sem vilja endurheimta votlendi og þeirra sem leggja fjármagn og vinnu í slík verkefni. Sjóðurinn skipuleggur framkvæmdirnar og tryggir að losun sé stöðvuð á faglegan og skilvirkan máta.