Orkan kolefnisjafnar sig
Orkan og Votlendissjóðurinn hafa undirritað samning um kolefnisjöfnun alls reksturs Orkunnar. Undir reksturinn fellur allur akstur og flugferðir innan starfseminnar, notkun á vatni, hita og rafmagni ásamt meðhöndlun sorps. Með því axlar Orkan samfélagslega ábyrgð og vinnur um leið markvisst að því að minnka kolefnissporin.
Fjölorkustöð Orkunnar á Miklubraut
Orkan rekur sannkallaða fjölorkustöð við Miklubraut en þar geta ökumenn fyllt á bílinn með metangasi, rafmagni í hraðhleðslu og vetni. Auk þess rekur Orkan vetnisstöð við Vesturlandsveg og aðra að Fitjum í Reykjanesbæ