Um Orkuna

Orkan IS ehf. er nýstofnað dótturfélag Skeljungs.

Orkustöðvarnar okkar eru svokallaðar fjölorkustöðvar sem bjóða upp á fjölbreytilega orkugjafa fyrir farartækið, heimilið og kroppinn. Við rekum 70 bensínstöðvar, 2 vetnisstöðvar og 1 metanstöð auk þess að bjóða, á völdum stöðum, upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla í samstarfi við Orku Náttúrunnar - ON. Sjá nánar staðsetningar og orkugjafa í boði á hverjum stað hér.

Markmið okkar er að skapa þjónustustöðvar og verslanir sem þjóna viðskiptavinum okkar á snjallan, hagkvæman og umhverfisvænan hátt. Frá árinu 2018 hefur Orkan kolefnisjafnað allan sinn rekstur á Íslandi í gegnum Votlendissjóð og býður umhverfis þenkjandi viðskiptavinum sínum að gera slíkt hið sama. Lykilhafar Orkunnar geta þannig ráðstafað hluta af afslætti sínum til þess að kolefnisjafna eldsneytiskaupin sín með Orkulyklinum gegnum Votlendissjóð. Nánar hér.

Vörumerki Orkunnar:

Orkan

Þjónustustöðvar sem bjóða m.a. upp á vetni, metan og rafmagn auk verslana á Vesturlandsvegi, Suðurfelli, Dalvegi, Hagasmára, Bústaðavegi og Fitjum, Reykjanesbæ.

10-11

Þægindaverslanir sem einfalda þér lífið

Extra

Matvöruverslanir sem hjálpa þér að spara m.a. með því að bjóða Costco vörur á Costco verði.

Löður

Vistvænar þvottastöðvar sem hugsa um umhverfið.

Gló

Heilnæmur veitingastaður og tilbúnir heilsuréttir og djúsar.

Lyfsalinn og Lyfjaval

Apótek með framúrskarandi þjónustu og bílaapótek

Hafðu samband

  • Með tölvupósti á orkan@orkan.is

  • Við skrifstofu í síma 464-6000

  • Við Bakvakt í síma 444-3024