Um Orkuna

Orkan rekur 65 bensínstöðvar um allt land. Orkan lítur á það sem sitt ábyrgðahlutverk að greiða fyrir orkuskiptunum og því höfum við tekið þau beint inn í rekstur félagsins. Hjá félaginu eru nú tíu rafhleðslustöðvar staðsettar um land allt, vetnisstöð og metan stöð. 

Orkan hefur verið leiðandi afl á íslenskum eldsneytismarkaði þegar kemur að lágum verðum, allt frá stofnun Orkunnar árið 1994. Hjá Orkunni eru fjórar afsláttarlausar stöðvar staðsettar á Dalvegi, Bústaðavegi, Reykjavíkurvegi og Mýrarvegi á Akureyri. Á þeim stöðvum er alltaf boðið upp á lægsta verð Orkunnar.

Orkustöðvar eru um allt land og tryggja þannig lykilhöfum Orkunnar lágt verð hringinn í kringum landið. Viðskiptavinir Orkunnar geta einnig tengt Orkulykilinn sinn við ýmis góðgerðarmálefni og íþróttafélög og þannig látið gott af sér leiða í hvert sinn sem þeir taka eldsneyti.

Frá árinu 2018 hefur Orkan kolefnisjafnað allan sinn rekstur á Íslandi í gegnum Votlendissjóðinn og býður umhverfis þenkjandi viðskiptavinum sínum að gera slíkt hið sama. Lykilhafar Orkunnar geta þannig nýtt hluta af afslætti sínum til þess að kolefnisjafna eldsneytiskaupin sín með Orkulyklinum gegnum Votlendissjóð.

Orkan er vörumerki í eigu Skeljungs.

Sækja um starf

Hafðu samband

  • með tölvupósti á orkan@orkan.is 

  • við skrifstofu í síma 444 3000

  • við Bakvakt í síma 444 3024 

Ef þú lendir í vandræðum á Orkustöð getur þú haft samband:

  • við Bakvakt í síma 444 3024

  • við skrifstofu í síma 578 8800

  •