22.06.2021

Orkan og Terra spara þér sporin fyrir garðaúrganginn

Í júní og júlí er hægt  losa sig við garðaúrgang á fjórum Orkustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. 

Verkefnið er unnið í samstarfi við Terra en með þessu vill Orkan einfalda fólki lífið við að flokka og henda úr garðinum. “Við viljum bjóða uppá þennan möguleika í nærumhverfinu og vonandi mun þetta mælast vel fyrir” segir Vífill Ingimarsson, rekstrarstjóri Orkunnar.

Vífill segir verkefnið samrýmast umhverfisstefnu félagsins vel “Við höfum verið að bjóða viðskiptavinum okkar að kolefnisjafna aksturinn sinn í samstarfi við Votlendissjóð og sífellt fleiri velja þann kost. Næsta skref er að auðvelda flokkun, spara sporin fyrir viðskiptavini okkar og höldum við þannig áfram að axla samfélagslega ábyrgð og að vinna markvisst að því að taka þátt í að minnka kolefnissporin.” 

Freyr Eyjólfsson samskiptastjóri Terra segir þetta mjög mikilvægt og þarft verkefni. “Þessi garðaúrgangur verður síðan jarðgerður og fólk mun geta sótt moltu í garðana sína til Orkunnar á næsta ári. Fullkomin hringrás!“

Gámarnir eru staðsettir á Suðurströnd, Seltjarnarnesi, við Kleppsveg og í Hraunbæ í Reykjavík og á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og eru aðgengilegir allan sólarhringinn. Í gámana má einungis fara garðaúrgangur svo sem lauf, gras, greinar, illgresi, blóma afskurður og mold. Engir plastpokar mega fara í gámana.

 

21.06.2021

Verslun lokar tímabundið á Dalvegi

Við höfum lokað verslun okkar á Dalvegi tímabundið vegna breytinga. Dælurnar eru áfram opnar 24/7. 

Minnum á verslun okkar í Hagasmára í einungis 3 mínútna akstursfjarlægð á meðan.

21.06.2021

Vinningshafar í Sumarleik Orkunnar 18.júní

Í hverri viku drögum við út glæsilega vinninga svo sem 50.000 kr bensínkort, aðgang að Sky Lagoon, gistingu hjá Icelandair Hotels og lesbretti og áskrift að Storytel.

Skráðu þínar vikur og þú ert kominn í pottinn í allt sumar.

18.júní drógum við út:
Halldór Jóhannsson
Ingunn Bernótusdóttir
Edda Þórðardóttir
Rúnar Árnason

Haft hefur verið samband við vinningshafa. 

 

15.06.2021

Skeljungur kaupir Gló og Berglind Jónsdóttir nýr framkvæmdastjóri

Berglind Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Gló veitinga ehf. Berglind hefur undanfarið ár starfað við rekstrar- og markaðsmál hjá Metro og þar áður hjá Dagný og Co. samhliða námi.  Hún er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Gló veitingar hafa leikið lykilhlutverki í að auðvelda fólki að næra sig og hafa jákvæð áhrif á heilsu fólks. „Ég sé mörg tækifæri fyrir þetta flotta vörumerki og hlakka til að takast á við þetta spennandi verkefni“, segir Berglind.

Skeljungur keypti nýlega allt hlutafé í Gló veitingum ehf. og tók við rekstri félagsins. Gló vörur, svo sem skálar, vefjur, safar og grautar eru nú til sölu á þremur þjónustustöðvum Orkunnar; við Vesturlandsveg, í Suðurfelli og Hagasmára. Berglind segir þetta fyrsta skrefið í þróun Gló vörumerkisins og það sé frábært að geta boðið upp á næringarríkan og hollan mat fyrir fólk á ferðinni. Vörurnar verða á 50% afslætti allan júní.

Karen Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Skeljungs: „Orkan hyggst leggja aukna áherslu á hollari valkosti á stöðvum sínum og bjóða viðskiptavinum sínum upp á lausnir sem einfalda líf þeirra. Staðsetningar Orkunnar eru góðar við helstu stofnæðar og mun auðvelt aðgengi að þeim stytta þann tíma sem fólk þarf að eyða í að grípa sér eitthvað hollt og gott á ferðinni.“

 

15.06.2021

Vinningshafar í Sumarleik Orkunnar 20.maí-10.júní

Í hverri viku drögum við út glæsilega vinninga svo sem 50.000 kr bensínkort, aðgang að Sky Lagoon, gistingu hjá Icelandair Hotels og lesbretti og áskrift að Storytel.

Við höfum samband við vinningshafa á fimmtudögum í allt sumar (nema 17.júní) og birtum nöfn þeirra hér.

Vinningshafar 20.maí:
Giada Pezzini
Ólafur Unnarsson
Lísa Berndsen
Hólmfríður Inga Helgadóttir

Vinningshafar 27.maí:
Gunnlaugur J Hafsteinsson
Dan Brynjarsson
Hjörtur Herbertsson
Sigríður Snorradóttir

Vinningshafar 3.júní:
Bjarni Guðmundsson
Sunna Ottósdóttir
Claudia Werdecker
Halldóra Guðmundsdóttir

Vinningshafar 10.júní:
Kristín Albertsdóttir
Halldór Friðgeir Arndísarson
Árný Ingveldur Brynjarsdóttir
Lárus Gunnlaugsson