Orkufélag framtíðarinnar

Við stefnum á hreina og klára orku

Orkufélag framtíðarinnar

Orkan hefur tekið fyrsta skrefið í átt til framtíðar og er nú eina fjölorkustöðin á Íslandi sem býður upp á fjölbreytt og nútímalegt úrval orkugjafa;
vetni, rafmagn, metan og olíu. Þessi þróun endurspeglar alþjóðlega sátt um nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa.

Hrein framtíðarsýn

Vetnisstöðvar Orkunnar eru liður í samevrópsku verkefni sem hefur það að markmiði að nýta umhverfisvæna orku, þar sem vetni leikur stórt hlutverk. Við erum þess fullviss að það muni á fáeinum árum gjörbylta hugmyndum okkar um orkugjafa og eldsneyti fyrir farartæki.

Hvernig tek ég vetni?
Af hverju er vetni góður orkukostur?
  • Innlend og umhverfisvæn framleiðsla
  • Sama drægi og eldsneytisbílar
  • Sami tími áfyllingar og eldsneytisbílar
  • Einfaldari innviðalausnir í uppbyggingu

Nýtum orkuna okkar betur

Hvers vegna vetni?

Síaukin áhersla er lögð á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum, svo sem vind-, vatns- og sólarorku. Í kjölfarið hefur skapast gífurleg þörf fyrir geymslu þeirrar raforku sem verður til á meðan við þurfum hana ekki, t.d. þegar við sofum. Sérfræðingar hafa komist að raun um að heppilegt sé að geyma hana í formi vetnis. Vetni má síðan nota beint til þess að knýja bifreiðar og nýta þar með orku sem annars hefði getað farið til spillis. Þannig nýtum við auðlindirnar betur en ella.

Sjálfbærni Íslands í orkumálum

Vetni er eini orkugjafinn sem hægt er að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að knýja
bílaflota Íslendinga samhliða rafmagni. Með áherslu á vetnisvæðingu bílaflotans getum við dregið úr þrýstingi á þá innviðauppbyggingu sem
fylgir hugmyndum um rafbílavæðingu landsins. Samhliða nýting á vetni og rafmagni styður því við þá þróun að gera Ísland óháð jarðefnaeldsneyti til frambúðar.

This hydrogen station is part of a project that has received funding from the Fuel Cells and Hydrogen 2 Joint Undertaking under grant agreement No 700350 for H2ME 2 project. This Joint Undertaking receives support from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme, Hydrogen Europe and Hydrogen Europe research.