Af hverju vetni?

Þáttur Orkunnar í orkuskiptum

Innlend og umhverfisvæn framleiðsla

Síaukin áhersla er lögð á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum, svo sem vind-, vatns- og sólarorku. Í kjölfarið hefur skapast gífurleg þörf fyrir geymslu þeirrar raforku sem verður til á meðan við þurfum hana ekki, t.d. þegar við sofum. Sérfræðingar hafa komist að raun um að heppilegt sé að geyma hana í formi vetnis. Með rafgreiningu vatns frá endurnýjanlegum orkulindum á Íslandi verður til vetni sem hægt er að nýta til að knýja áfram stórann flota bíla hér á landi. Því er ljóst að framleiðsla og notkun vetnis er afar umhverfisvæn.

Sama drægi og eldsneytisbílar

Á vetnisbílum er vetnið geymt á gasformi og þaðan þrýst í átt að rafhlöðu þar sem það blandast súrefni. Myndast þar rafstraumur sem nýttur er til að knýja bílinn áfram. Eina umframefnið sem verður til er hreint vatn sem skilar sér út í gegnum púströrið. Vegna þess að vetni er léttasta frumefnið getur hefðbundinn vetnisbíll raunverulega keyrt 500-600km á milli áfyllinga sem er á pari við hefðbundna eldsneytisbíla og margfalt meira en núverandi rafmagnsbílar.

Áfylling tekur örfáar mínútur

Vetni er þrýst á gaskút bílsins með sama móti og eldsneyti er dælt á aðra bíla. Er því hægt að fá 500-600km drægni af hreinum og umhverfisvænum orkugjafa á aðeins örfáum mínútum. Getur því bara ein vetnisdæla sinnt á annað hundrað ökutækjum á hverjum degi t.d. fyrir þá sem ekki hafa tök á að hlaða bíla sína heima.

Einfaldari uppbygging innviða

Þegar vetni er framleitt með rafgreini er því þrýst á gaskúta til geymslu. Hægt er því að flytja vetnið hvert á land sem er til að anna aukinni eftirspurn án þess að leggja þurfi til mikla uppbyggingu innviða eða umhverfisrask eins og gæti þurft að gera sé ekki nægt rafmagn á staðnum.

Nýtum orkuna okkar betur

Þáttur Orkunnar í orkuskiptum

Jarðvarmi er nýttur til orkuframleiðslu

Raforkukerfið er hannað til að framleiða nægt rafmagn svo anna megi álagstoppum í notkun landsmanna yfir daginn. Ef bílafloti landsmanna yrði að fullu rafbílavæddur má leiða að því líkum að núverandi kerfi gæti ekki annað eftirspurn eftir rafmagni. Með áherslu á vetnisvæðingu bílaflotans samhliða rafmagnsbílum getum við dregið úr þrýstingi á þá innviðauppbyggingu sem fylgir hugmyndum um rafbílavæðingu landsins. 

 

Á daginn er orkan nýtt af landsmönnum

Landsmenn geta því áfram nýtt núverandi raforkukerfi til daglegrar notkunar eins og ekkert hafi í skorist. Komið við á vetnisstöð þegar drægni bílsins er orðin lítil og fyllt tankinn. Þess vegna á mestu álagstímum raforkukerfisins án þess að nokkrar breytingar þurfi að gera.

Á næturnar er umfram orka nýtt til vetnisframleiðslu

Jarðvarma- og fallvatnsvirkjanir framleiða raforku allan sólahringinn. Þegar lítil eftirspurn er eftir rafmagni má líkja því við að skrúfað sé frá krana sem enginn er að nota. Raforka verður til sem ekki er nýtt til neins. Með rafgreini er hægt að umbreyta orkunni í vetni og þannig nýta rafmagn sem verður til næturnar til að knýja áfram bílaflota landsmanna á daginn.

Vetni er nýtt sem sjálfbær og hreinn orkugjafi

Með samblöndu vetnis- og rafmagnsbíla getum við spornað gegn loftslagsbreytingum án þess að þurfa ganga á náttúruna til frekari raforkuframleiðslu. Bæði jörðinni og nærumhverfi okkar til hagsbóta.

Þú færð vetnið hjá Orkunni á:

Vetnisstöðvar Orkunnar

Vesturlandsvegur

Miklabraut Norður

This hydrogen station is part of a project that has received funding from the Fuel Cells and Hydrogen 2 Joint Undertaking under grant agreement No 700350 for H2ME 2 project. This Joint Undertaking receives support from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme, Hydrogen Europe and Hydrogen Europe research.