03.10.2025

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025

Orkan hlaut viðurkenninguna “Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri” sem Viðskiptablaðið og Keldan veita.

Við hlutum viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2025 annað árið í röð.

Viðskiptablaðið og Keldan gefa árlega út lista yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri. Til að komast á listann þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði sem meðal annars taka mið af afkomu, rekstrarlegum stöðugleika og eiginfjárhlutfalli. Aðeins hluti fyrirtækja á Íslandi stenst þau viðmið og hljóta viðurkenninguna.

Við erum stolt af því að taka við þessari viðurkenningu sem staðfestingu á góðum rekstri og frábæru starfi Orkuboltanna sem skapa gott starfsumhverfi.