Við erum ótrúlega spennt að kynna nýja og snjalla lausn sem við höfum verið að þróa síðustu mánuði en nú býðst viðskiptavinum að sækja Orkulykilinn í veskið í símann með Apple og Google Wallet!
Við viljum einfalda viðskiptavinum lífið á ferðinni og þekkjum það flest orðið að geta borgað með símanum í posum og við dælur. Lausnin er þægileg og einföld í notkun og þegar viðskiptavinir aka inn á Orkustöðvar þá opnast til dæmis lykilinn sjálfvirkt hjá korthöfum.
Við höfum opnað okkar fyrstu hraðhleðslustöð á Birkimel, Vesturbæ.
Vesturlandsvegi, Dalvegi og Fitjum