Mistök við kortafærslur verða leiðrétt 20.júní 2022 

Vegna uppfærslu og útskiptingar á búnaði til annars þjónustuaðila á ákveðnum þjónustustöðvum Orkunnar síðustu vikur urðu mistök við innsendingu á ákveðnum kortafærslum. Þessi mistök urðu til þess að kortafærslur þeirra aðila sem hafa verslað eldsneyti með dælulyklum á ákveðnum þjónustustöðvum hjá Orkunni síðastliðnar vikur, bakfærðust ýmist eftir 6 eða 30 daga frá því að færslan var tekin. Villan sem olli því að færslurnar bakfærðust hefur verið lagfærð og verða færslurnar skráðar að nýju 20.júní. Framangreindir viðskiptavinir geta því átt von á því að færslur sem áður hafi bakfærst munu vera endurskráðar.

Orkan harmar þessi mistök og við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðkomandi korthöfum.

Nánari upplýsingar fást hjá þjónustuveri með því að senda póst á netfangið orkan@orkan.is eða í síma 464-6000 auk þess sem vefspjall á vefsíðu félagsins orkan.is verður einnig opið.

Fjölorkufélagið Orkan

Orkan IS ehf. er nýstofnað dótturfélag Skeljungs. Hlutverk okkar snýst um að einfalda lífið á snjallan, hagkvæman og umhverfisvænan hátt. Við bjóðum orku fyrir kroppinn, heimilið og farartækið.

Jafnaðu þig hjá Orkunni

Þú getur valið að ráðstafa 5 kr. af afslættinum þínum í kolefnisjöfnun í samstarfi við Votlendissjóð, vertu með nýttu orkuna til góðra verka.