14.08.2025
Garðaúrgangsgámar á fimm stöðvum Orkunnar
Við tökum á móti garðaúrgangnum þínum til 8. september á völdum Orkustöðvum.
Við tökum á móti garðaúrgangnum þínum til 8. september á völdum Orkustöðvum.
Til 8. september bjóðum við viðskiptavinum að losa sig við garðaúrgang á fimm Orkustöðvum, fjórum á höfuðborgarsvæðinu og einni á Akureyri. Verkefnið er unnið í samstarfi við HP gáma og markmið þess er að einfalda lífið með því að gera flokkun og förgun úr garðinum aðgengilegri.
Staðsetningar á gámunum
Höfuðborgarsvæðið
Akureyri
Gámarnir eru tilbúnir til notkunar á stöðvum okkar á höfuðborgarsvæðinu en á Akureyri verður gámurinn tilbúinn 18. ágúst. Hægt er að farga allan sólarhringinn og í þá má skila grasi, mold, illgresi, arfa og blómaafskurði. Við minnum á að ekkert plast má fara í gámana.
Nýtum Orkuna í að flokka!