01.10.2025
Við tökum fagnandi á móti Bleikum október
Vertu með og skráðu þig í hóp Bleiku slaufunnar.
Vertu með og skráðu þig í hóp Bleiku slaufunnar.
Við höfum verið stoltur styrktaraðili Bleiku slaufunnar í 19 ár. Bleika slaufan er árlegt átak Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.
Með því að skrá þig í hóp Bleiku slaufunnar styrkir þú eina krónu af þínum afslætti allan ársins hring en tvær krónur í október. Við jöfnum svo upphæðina sem safnast fyrir hvern seldan lítra og hverja selda kílóvattstund og styrkjum átakið.
Á Bleika deginum þann 22. október leggjum við átakinu aukið lið með því að gefa fimm krónur af hverjum seldum lítra og hverri seldri kílóvattstund til Bleiku slaufunnar.
Smelltu hér til að skrá þig í hópinn og fyllum saman á tankinn fyrir gott málefni.