Votlendissjóður

Hvað er votlendissjóður?

Votlendissjóður er sjálfseignasjóður sem hefur það markmið að vinna úr því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis. Það er gert í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Með því að endurheimta votlendi er hægt að efla líffræðilega fjölbreytni, fuglalíf, stöðva losun koltvísýringsígilda og bæta vatnsbúskap í veiðiám.

Hvernig virkar styrktarfyrirkomulagið?

Með Orkulyklinum getur þú valið að ráðstafa ​5 kr. af afslættinum þínum í Votlendissjóð.​

Þetta er einföld og þægileg leið til að styðja við endurheimt votlendis á Íslandi - í samstarfi við Votlendissjóð. ​
Með því að endurheimta votlendið, sem gert er með því að fylla upp í skurði, stöðvum við losun gróðurhúsalofttegundanna nær samstundis. ​
Hér er um að ræða einfalda, ódýra og mjög áhrifaríka leið til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Undir mínum síðum getur þú skoðað hvað þú hefur styrkt mikið til verkefnisins.

Skoða mínar síður
Breytingar innan Votlendissjóðs

Í byrjun árs 2023 dró Votlendissjóður úr starfsemi sinni á meðan sóst er eftir alþjóðlegri vottun. Vinnan við að öðlast vottun er í fullum gangi.
Það verður því ekki fyllt upp í fleiri skurði á meðan og ekki tekið við framlögum frá öðrum en viðskiptavinum Orkunnar.

Af hverju er bara tekið við fjármunum frá viðskiptavinum Orkunnar?

Orkan útvegar Votlendissjóði jarðir þar sem hægt er að endurheimta votlendi og nýtist framlag viðskiptavina Orkunnar í það verkefni. Við þökkum öllum þeim viðskiptavinum sem hafa stutt við endurheimt votlendis.

Þú getur afskráð þig úr Votlendissjóð með því að senda okkur póst á orkan@orkan.is með nafni og kennitölu.

Hægt er að kynna sér málefnið betur á heimasíðu Votlendissjóðs.