Orkulykillinn í símann

Nú býðst viðskiptavinum að sækja lykilinn í veskið í símanum með Apple og Google Wallet!

Af hverju Orkulykilinn í símann?

1. Tryggir að þú fáir alltaf afslátt af eldsneyti og rafmagni*
2. Þú ert alltaf með Orkulykilinn á þér
3. Nýtir þér afslátt hjá öllum vinum Orkunnar með því að sýna Orkulykilinn í símanum

*Afsláttur af eldsneyti gildir ekki á Orkunni Brúartorgi, Bústaðavegi, Dalvegi, Einhellu, Kleppsvegi, Mýrarvegi, Reykjavíkurvegi, Skógarhlíð, Suðurfelli og Suðurlandsvegi en þar gildir okkar allra lægsta verð.

*Afsláttur af hleðslu gildir ekki á Fitjum og Vesturlandsvegi en þar gildir okkar allra lægsta verð.

Þú byrjar á að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum.

Velur að fá lykilinn í símann og fyllir út þær persónuupplýsingar sem beðið er um. Þegar þú hefur klárað ferlið hefur skráning tekist og þá er smellt á "senda í veski".

Þá hefur þú fengið Orkulykilinn í símann og getur nýtt hann til að dæla eldsneyti.

Þú skannar einfaldlega strikamerkið upp að strikamerkjaskanna í u.þ.b. 15 cm fjarlægð. Þá ert þú klár til að dæla!

Algengar spurningar

Opnar veskið í símanum og skannar strikamerkið á lyklinum í 15cm fjarlægð frá strikamerkjalesara. Fylgir leiðbeiningum á skjá og byrjar síðan að dæla.

Ef svo illa vill til að engin linkur birtist, mælum við með að sækja aftur um lykilinn í símann. Ef það gengur ekki, hafið samband við þjónustuver okkar í síma 464 6000.

Snúðu annað hvort skjánum að strikamerkjalesaranum eða hallaðu símanum niður að strikamerkjalesaranum.

Nú reynir á þolinmæðina.. Prufaðu að færa símann nær/fjær strikamerkjalesaranum eða færa símann upp og niður.

Við hlið greiðsluvélar er strikamerkjalesari sem gefur frá sér rautt ljós. Þar skal skanna strikamerki.

Það tekur í kringum 15 mínútur fyrir lykilinn að virkjast í símanum frá því sótt er um lykil í veskið.

Fyrir Apple Wallet: opnaðu veskið. Smelltu á Orkulykilinn. Smelltu síðan á punktana þrjá upp í hægra horni og ýttu á "pass details. Þar getur þú ýtt á "remove pass" og staðfestir.
Fyrir Google Wallet: opnaðu veskið. Smelltu á Orkulykilinn. Smelltu síðan á punktana þrjá upp í hægra horni. Smelltu á "remove payment method" og síðan á "remove".

Þú getur sótt um fleiri en einn lykil í símann en skrá þarf þá sama greiðslukort á alla lykla. Til að annar aðili geti virkjað lykil frá þér þarf að sá að vera á staðnum þegar sótt er um lykil til að geta virkjað QR kóðann í sínum síma.

Skoðaðu ferlið í vídeo formi

Kíktu á hvaða afslættir bjóðast með Orkulyklinum