31.10.2024

Orkan er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri og Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024

Orkan hlýtur viðurkenningarnar í fyrsta sinn.

Orkan hlaut viðurkenningarnar Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024 frá Creditinfo og Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri sem Keldan og Viðskiptablaðið taka saman ár hvert. 🤝

Creditinfo hefur unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja í 15 ár og er því vottun Framúrskarandi fyrirtækja mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila. Uppfylla þarf ströng skilyrði og eru einungis 2% fyrirtækja á Íslandi sem hljóta viðurkenninguna.

Við erum því einstaklega stolt að taka við viðurkenningunum og eru þær staðfesting á góðum árangri og öllum þeim frábæru Orkuboltum sem skapa saman gott starfsumhverfi.

Takk fyrir að velja Bleiku stöðina, megi Orkan vera með þér!