Skeljungur er á lista Creditinfo yfir „Framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi 2013“ en aðeins rúmt 1% af íslenskum fyritækjum stenst þau skilyrði sem Creditinfo setur. 
Til að standast styrkleikamat Creditinfo þurfa fyrirtæki að uppfylla eftirfarandi kröfur:
    - Að hafa skilað ársreikningum til RSK fyrir rekstrarárin 2010 til 2012.
- Að vera með jákvætt áhættumat Creditinfo: CIP flokkar 1-3(minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum) í janúar 2014
- Að sýna rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð, 2010 til 2012
- Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð, 2010 til 2012
- Að eignir séu 80 milljónir kr. eða meira rekstrarárin 2010 til 2012
- Að eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira, rekstrarárin 2010 til 2012
- Að vera með skráðan framkvæmdastjóra og stjórnarmenn í hlutafélagskrá
- Að vera virkt fyrirtæki samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
Af rúmlega 33.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá sýna 462 þann styrk í mælingum Creditinfo að verðskulda viðurkenninguna Framúrskarandi fyriræki.  Viðurkenning af þessu tagi þekkist víða erlendis en á stærri mörkuðum er algengara að skilyrði vottunar séu ekki eins ströng og ákveðið var að setja hér á landi.  Að mati Creditinfo er mikilvægara á litlum markaði að draga fram styrkleika fyrirtækja sem birtast í stöðugleika í rekstri, fremur en niðurstöðum einstakra rekstrarára.  Slíkar kröfur eru líklegri til að undanskilja sveiflukenndan árangur stærri eignarhalds- og móðurfélaga en undirstrika frekar styrkleika fyrirtækja í virkri starfsemi sem standast ýmsar efnahagssveiflur.
 
Mörg fyrirtæki hafa nýtt sér og notið góðs af því að vera í úrvalshópi Framúrskarandi fyrirækja.
Það eykur traust og ber merki um stöugleika.