10.07.2024
Nú er hægt að greiða með Aukakrónum hjá Orkunni
Aukakrónur hafa bæst í hóp greiðslulausna Orkunnar.
Aukakrónur hafa bæst í hóp greiðslulausna Orkunnar.
Aukakrónur hafa bæst í hóp greiðslulausna Orkunnar. Það þýðir að hægt sé að safna og greiða með Aukakrónum á öllum stöðvum okkar. Endurgreiðsluafsláttur er 1,6% í formi Aukakróna.
Hvernig virka Aukakrónur?
Til að versla hjá Orkunni notar þú Aukakrónukortið eins og hvert annað greiðslukort. Ef kortið þitt sem safnar Aukakrónum er tengt við Orkulykilinn þinn safnast Aukakrónur í hvert sinn sem þú notar lykilinn.
Ásamt Aukakrónum er hægt að greiða með öllum helstu greiðslukortum, Apple og Google Pay, Orkulyklinum, Netgíró og e1 fyrir rafmagnið.