05.09.2025

Ný þjónusta á Orkustöðvum

Rafmagnssendibílar til leigu.

Við bjóðum nú upp á nýja og umhverfisvæna lausn fyrir þá sem þurfa á sendibíl að halda. Í samstarfi við fyrirtækið Flandur hafa rafmagnssendibílar til leigu verið staðsettir á völdum Orkustöðvum. Bílarnir eru staðsettir á Orkunni Miklabraut við Kringluna, Lambhagavegi, Hagasmára í Reykjavík og á Hörgárbraut á Akureyri.  Með afsláttarkóðanum "Orkan" fæst 20% afsláttur af leigunni. 

Ferlið er einfalt, notendur sækja Flandur appið, velja bíl á næstu Orkustöð og geta strax lagt af stað. Með rafmagni inniföldu í leiguverðinu er allt klárt þegar sest er undir stýri.

Þessi lausn hentar vel fyrir ýmis tilefni, hvort sem það er að flytja húsgögn, skutla kössum eða fara í stærri innkaupaferð.

Með þessu samstarfi eflum við þjónustu á Orkustöðvum og stuðlum jafnframt að sjálfbærari samgöngum.

Prófaðu næst þegar þú þarft á sendibíl að halda, einfalt, fljótlegt og umhverfisvænt!