13.10.2025

Orkan hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025

Við erum stolt að taka við viðurkenningunni fjórða árið í röð.

Við hlutum viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025, fjórða árið í röð. Það er okkur mikið fagnaðarefni sem við tökum ekki sem sjálfsögðum hlut. Við erum þakklát fyrir starfsfólkið okkar og samstaðan er góð hjá öllum ólíku Orkuboltunum okkar sem starfa hjá okkur. Mikið er lagt upp úr því að búa til þægilegt og hvetjandi starfsumhverfi, að starfsfólk fái tækifæri til að vaxa í starfi og sömuleiðis líði vel í starfi.

Tilgangur Jafnvægisvogar FKA sem er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu, er að auka jafnvægi í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfall á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum íslenskra fyrirtækja.

Takk fyrir að vera með okkur í vegferðinni kæra starfsfólk, við munum halda áfram að nýta orkuna í góðu málin. 

Jafnrétti er ákvörðun.