Umhverfisverkefni

Við leggjum áherslu á að leggja okkar af mörkum til umhverfis- og samfélagsmála en okkur finnst líka mikilvægt að gera viðskiptavinum okkar kleift að leggja sitt af mörkum, t.d. með því að styrkja góð málefni í gegnum Orkulykilinn.
Það á að vera einfalt og sjálfsagt að láta gott af sér leiða.

Orkuskiptin

EKKI BARA BENSÍN!

Orkustöðvarnar okkar eru sannkallaðar fjölorkustöðvar því frá upphafi höfum við lagt áherslu á að bjóða upp á fjölbreytta orkugjafa á borð við rafmagn, vetni og metan.

Við höfum mikinn áhuga á að fylgjast með þróuninni í umhverfisvænni orkugjöfum fyrir farartæki og hvernig við getum nýtt orkuna okkar betur.

Það er sérstaklega ánægjulegt að geta sífellt boðið upp á fleiri valkosti í endurnýjanlegri og vistvænni orku.

Áfram með orkuskiptin!

Rafmagn
Markmið okkar er að geta boðið upp á gott aðgengi og áreiðanlegar hraðhleðslur sem geta veitt allt að 150 kW og stefnum við á að fjölga hleðslustöðvum í takt við orkuskipti bílaflotans.
Vetni
Vetnisstöðvar Orkunnar á Vesturlandsvegi og Fitjum eru einu stöðvar landsins sem bjóða uppá vetni sem orkugjafa.
Metan
Metan er umhverfisvænn orkugjafi sem býðst viðskiptavinum Orkunnar við Miklubraut.

Orkan fyrir alla

Terra x Orkan
Í samstarfi við Terra nýtum við lóðir Orkunnar undir​ endurvinnslugáma sem gera viðskiptavinum okkar​ kleift að flokka rusl og losa sig við allskonar úrgang á einfaldan hátt. ​
Rúðuvökvi á dælu
Með því að geta dælt rúðuvökva beint á bílinn minnkum við umbúðamagn rúðuvökva gríðarlega.