Gámaverkefnin

Árið 2021 byrjuðum við með endurvinnslugáma á sumrin þar sem við tökum á móti garðaúrgangi. Viðskiptavinir geta komið með gras, mold, trjágreinar, blómaafskurð, illgresi og arfa og skilið eftir í garðaúrgangsgámum á fjórum Orkustöðvum. Í lok sumars tökum við saman magnið sem safnast frá viðskiptavinum Orkunnar yfir sumarið og segjum frá.

Um jólin getur safnast upp mikið af umbúðum, meðal annars jólapappír, pappi og plast. Sama ár var ákveðið að setja aftur gáma á lóðir Orkunnar en í þetta skiptið fyrir umbúðir og jólapappír eftir jólin. Gámarnir hafa verið opnir frá jóladag fram til áramóta.

Gámarnir eru opnir allan sólahringinn og hafa verið staðsettir á lóðum Orkunnar, vanalega á 4-5 stöðvum.

Sumarið 2024 fórum við í samstarf með HP gámum og buðum viðskiptavinum Orkunnar að skila garðaúrgangnum á fjórum stöðvum Orkunnar yfir allan ágúst mánuð. Viðskiptavinir okkar söfnuðu 16 tonnum af garðaúrgangi í gámana.

Jólin 2024 buðum við upp á umbúðagáma á fimm staðsetningum. Viðskiptavinir okkar söfnuðu 2,5 tonnum af pappír og plasti í gámana.

Við erum einstaklega ánægð þegar viðskiptavinir nýta orkuna til að flokka og endurvinna!

Og hvað hefur safnast frá viðskiptavinum Orkunnar í gámana?

2024

Sumar garðaúrgangur: 16 tonn
Jóla umbúðagámar: 2,5 tonn

2023

Jóla umbúðagámar: 3,3 tonn

2022

Sumar garðaúrgangur: 11,4 tonn
Jóla umbúðagámar: 4,2 tonn

2021

Sumar garðaúrgangur: 38,7 tonn
Jóla umbúðagámar: 8,3 tonn