Orkan IS var stofnuð í kjölfar uppskiptingar Skeljungs hf. þann 1. desember 2021.
Starfsemi Orkunnar snýr að því að þjónusta ökutæki með einföldum og snjöllum hætti, bjóða lægsta verð í öllum landshlutum og ákveðnum hlutum höfuðborgarsvæðisins, hraðari hleðslu og besta bílaþvottinn ásamt því að selja og bjóða viðhaldsþjónustu við bílaþvottavélar til þriðja aðila. Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum bestu þjónustuupplifun á sjálfsafgreiðslustöðvum.
Orkan rekur 73 fjölorkustöðvar um land allt, þar af tíu fjölorkustöðvar sem bjóða upp á auk jarðefnaeldsneytis vetni, metan og/eða rafhleðslu á ökutæki. Við viljum stuðla að virkri samkeppni og keppum á verðum en það hefur verið áhersla hjá Orkunni allt frá stofnunn árið 1994. Hjá Orkunni eru 10 afsláttarlausar stöðvar, þar sem viðskiptavinum býðst lægsta eldsneytisverðið í því bæjarfélagi. Afsláttarlausu Orkustöðvarnar eru staðsettar á Dalvegi í Kópavogi, Reykjavíkurvegi og Einhellu í Hafnarfirði, Bústaðarvegi, Skógarhlíð, Suðurfelli og Kleppsvegi í Reykjavík, Mýrarvegi á Akureyri, Suðurlandsvegur á Selfossi og Brúártorg í Borgarnesi.
Orkustöðvar eru um allt land en með Orkulyklinum býðst viðskiptavinum 12 kr. afsláttur af lítranum og kWh sem tryggir þannig lykilhöfum okkar lágt verð allann hringinn. Viðskiptavinir okkar geta einnig nýtt orkuna í góðu málin og styrkt ýmis góðgerðarmálefni og íþróttafélög með því að tengja Orkulykilinn við málefnið og þannig látið gott af sér leiða í hvert sinn sem þeir dæla.
Orkan á og rekur Löður sem er þjónustufyrirtæki, leiðandi á markaði í bílaþvotti fyrir ökutæki á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Þjónustustöðvar Löðurs eru 11 talsins á landinu; ein í Reykjanesbæ, ein í Vestmannaeyjum og 9 á höfuðborgarsvæðinu.