Góðir stjórnarhættir

Við hjá Orkunni leggjum ríka áherslu á að fylgja góðum stjórnarháttum og metum það sem lið í að skapa gott og traust samtal við hagaðila félagsins ásamt viðskiptavinum. Stjórnarhættir okkar eru í samræmi við lög og reglur sem gilda um starfsemi félagsins.

Stjórn og stjórnendur Orkunnar hafa unnið markvisst að því að rýna og móta innri reglur félagsins með það að markmiði að þær séu í samræmi við leiðbeiningar Viðskiptaráðs. Endurskoðunarfélag Orkunnar er KPMG og er Matthías Þór Óskarsson endurskoðandi félagsins.

Helstu upplýsingar um starfsemi Orkunnar

Orkan IS var stofnuð í kjölfar uppskiptingar Skeljungs hf. þann 1. desember 2021.

Starfsemi Orkunnar snýr að því að þjónusta ökutæki með einföldum og snjöllum hætti, bjóða lægsta verð í öllum landshlutum og ákveðnum hlutum höfuðborgarsvæðisins, hraðari hleðslu og besta bílaþvottinn ásamt því að selja og bjóða viðhaldsþjónustu við bílaþvottavélar til þriðja aðila. Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum bestu þjónustuupplifun á sjálfsafgreiðslustöðvum.

Orkan rekur 73 fjölorkustöðvar um land allt, þar af tíu fjölorkustöðvar sem bjóða upp á auk jarðefnaeldsneytis vetni, metan og/eða rafhleðslu á ökutæki. Við viljum stuðla að virkri samkeppni og keppum á verðum en það hefur verið áhersla hjá Orkunni allt frá stofnunn árið 1994. Hjá Orkunni eru 10 afsláttarlausar stöðvar, þar sem viðskiptavinum býðst lægsta eldsneytisverðið í því bæjarfélagi. Afsláttarlausu Orkustöðvarnar eru staðsettar á Dalvegi í Kópavogi, Reykjavíkurvegi og Einhellu í Hafnarfirði, Bústaðarvegi, Skógarhlíð, Suðurfelli og Kleppsvegi í Reykjavík, Mýrarvegi á Akureyri, Suðurlandsvegur á Selfossi og Brúártorg í Borgarnesi.

Orkustöðvar eru um allt land en með Orkulyklinum býðst viðskiptavinum 12 kr. afsláttur af lítranum og kWh sem tryggir þannig lykilhöfum okkar lágt verð allann hringinn. Viðskiptavinir okkar geta einnig nýtt orkuna í góðu málin og styrkt ýmis góðgerðarmálefni og íþróttafélög með því að tengja Orkulykilinn við málefnið og þannig látið gott af sér leiða í hvert sinn sem þeir dæla.

Orkan á og rekur Löður sem er þjónustufyrirtæki, leiðandi á markaði í bílaþvotti fyrir ökutæki á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Þjónustustöðvar Löðurs eru 11 talsins á landinu; ein í Reykjanesbæ, ein í Vestmannaeyjum og 9 á höfuðborgarsvæðinu.

Framkvæmdastjórn

Auður Daníelsdóttir

Auður var ráðin forstjóri Orkunnar IS ehf. í júlí 2022. Sem forstjóri heyrir hún beint undir stjórn og ber ábyrgð á rekstri félagsins gagnvart henni, þ.m.t. reikningsskilum, færslu bókhalds, samskipti við banka, afla nýrra viðskiptasambanda og viðhalda þeim sem eru fyrir, þróa vöru- og þjónustuframboð félagsins, þar sem áhersla er á vöxt þess, auk alls annars sem varðar starfsemi félagsins.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson

Guðmundur var ráðinn framkvæmdastjóri sölu og þróunar hjá Orkunni IS í október 2023 eftir að hafa starfað sem forstöðumaður þróunar hjá Orkunni frá september 2022. Í starfi sínu ber hann ábyrgð á sölu- og þróunarmálum, rafmagni og upplýsingatæknimálum ásamt daglegum rekstri þessara eininga.

Inga Hrund Arnardóttir

Inga Hrund var ráðin fjármálastjóri Orkunnar IS ehf. í nóvember 2022. Í starfi sínu ber hún ábyrgð á gerð reikningsskila, mánaðar- og ársfjórðungsuppgjöra, áætlanagerðar, fjárstýringu, daglegum rekstri og stjórnun fjármálasviðs.

Sigurður Vífill Ingimarsson

Sigurður Vífill var ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar í árslok 2021. Undir rekstrarsviði heyra allar þjónustustöðvar Orkunnar, samskipti við samstarfsfélaga Orkunnar um allt land ásamt umsjón með framkvæmda- og viðhaldsdeild.

Stjórnarmenn

Jón Ásgeir Jóhannesson

Jón Ásgeir tók fyrst sæti í stjórn Orkunnar sem stjórnarformaður 2021-2022 og nú aftur vorið 2025. Jón Ásgeir er stofnandi Bónus, fjárfestir og ráðgjafi. Áður starfaði Jón sem forstjóri Haga. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnarstörfum en hann hefur sinnt stjórnarformennsku fyrir Haga og síðar Baug Group ásamt stjórnarstörfum fyrir Iceland Foods og Magazin du Nord, auk fjölda annarra innledra félaga.

Liv Bergþórsdóttir

Liv tók sæti í stjórn Orkunnar í maí 2025. Liv er viðskiptafræðingur (Cand.Oecon) frá Háskóla Íslands og lauk AMP námi við IESE Barcelona Business School. Liv er í dag forstjóri BIOEFFECT en var áður forstjóri ORF Líftækni/BIOEFECT 2020-2023 og forstjóri Nova frá stofnun félagsins 2006 til 2018.

Magnús Ingi Einarsson

Magnús tók fyrst sæti í stjórn Orkunnar í desember 2022. Magnús er með meistaragráðu í vélaverkfræði frá Virgina Tech og B.Sc. í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann starfar sem fjármálastjóri SKEL fjárfestingafélags. Áður starfaði Magnús sem framkvæmdastjóri bankasviðs Kviku banka á árunum 2019-2022.

Orkulífið

Þetta myndefni er velkomið að nota til að halda samtalinu áfram en við minnum á að gæta heimilda.

Lógó og merki

Stjórnarhættir Orkunnar
Dagskrá aðalfundar
Ársreikningar
Starfsreglur stjórnar
Fundargerð aðalfundar
Samþykktir